Flugger
Flugger

Aðsent

Aukin gæði í þjónustu og sölu
Föstudagur 3. maí 2024 kl. 06:10

Aukin gæði í þjónustu og sölu

Blue Car Rental hefur undanfarin ár lagt gríðarlega mikla áherslu á aukin gæði í þjónustu og sölu með það fyrir augum að auka upplifun viðskiptavina sinna.  Lagt var af stað í það verkefni að bæta alla snertifleti upplifunar, þ.e. frá pöntun og þar til bifreið er skilað. Í því verkefni hefur áhersla verið lögð á aukna sjálfvirknivæðingu án þess þó að það komi niður á persónulegri þjónustu. Með þessu teljum við okkur vera að koma til móts við mismunandi þarfir viðskiptavina Blue Car Rental sem telja yfir milljón á þeim 14 árum sem fyrirtækið hefur verið starfandi.

Síðasta haust fór fram fundur tengdum ferðaþjónustu á Reykjanesinu þar sem gæði þjónustu og upplifun viðskiptavina var meðal annars umræðuefnið. Á þeim fundi komumst við í samband við Ólínu hjá Hæfnissetri ferðaþjónustunnar (hæfni.is). Hæfnisetrið er í mikilli snertingu og samtölum við íslenska ferðaþjónustu. Eftir gott samtal við Ólínu skapaðist hugmynd að leið til þess að efla færni starfsfólks í framlínu í þjónustu og sölu hjá Blue Car Rental.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ákveðið var að setja af stað vinnustofur og markþjálfun í samstarfi við ráðgjafann Kristján Aðalsteinsson hjá Krissi Coach.

Vinnustofurnar og þjálfunin með Kristjáni hófst á vetrarmánuðum 2023. Á sama tíma var fyrirtækið að taka upp nýtt sölubónuskerfi sem hannað var með það fyrir augum að hvetja starfsfólk til góðra verka en ekki síður efla liðsanda. Það varð strax ljóst að þjálfunin studdi mjög vel við þá innleiðingu. Árangur starfsfólks Blue Car Rental varð strax áþreifanlegur í kjölfarið en aukin samvinna og sala hafði í för með sér fjárhagslegan ávinning fyrir bæði starfsfólkið sjálft og fyrirtækið.

Á vinnustofunum var farið yfir ýmsa þætti er líta að þjónustu og sölu og leiðir ræddar sem styðja gætu starfsfólk til enn betri verka. Kristján lagði mikla áherslu á að innvinkla og leita álits starfsfólks, meðal annars þegar farið var yfir þjónustu- og söluaðferðir sem notaðar eru hjá Blue Car Rental.

Til viðbótar við vinnustofurnar var starfsfólki einnig boðið að sækja sér markþjálfun hjá Kristjáni.  Markþjálfun eru einstaklings samtöl þar sem starfsfólki var hjálpað að skerpa á markmiðum sínum, framtíðarsýn og koma auga á tækifæri í styrkleikum sínum til að efla sig enn frekar. Hluti starfsfólks hefur nýtt sér markþjálfunina áfram.

Það er trú okkar sem fyrirtækis að vinnustofurnar og þjálfunin muni ekki einungis koma til með að nýtast starfsfólki heldur einnig fyrirtækinu sjálfu. Við lítum svo á að vel þjálfað starfsfólk sé í senn sjálfsöruggara og ánægðra og betur í stakk búið til að þjónusta viðskiptavini sína með þeim hætti að upplifun þeirra verði sem best.

Sævar Sævarsson – aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental

Ólína Laxdal -  sérfræðingur, Hæfnissetri ferðaþjónustunnar